Lambhagi 10, Garðabær

99.500.000 Kr.Einbýlishús
298,2 m2
7 herbergja
Margir inngangar
Herbergi 7
Stofur 2
Baðherbergi 2
Svefnherbergi 5
Ásett verð 99.500.000 Kr.
Fasteignamat 87.200.000 Kr.
Brunabótamat 98.650.000 Kr.
Byggingarár 1989

Lýsing


HÚSASALAN KYNNIR: Fallegt vel staðsett sirka 298,2 fm. einbýlishús fyrir utan óskráða sirka 30 fm. Húsið er á einni hæð með fallegum garði. Staðsett við einstaka náttúruparadís alveg niður við sjóinn með sandströnd að Lambhaga 10 Garðabær ( Álftanesi ) með stórbrotið útsýni og mikið fuglalíf. Frábært fyrir stóra fjölskyldu sem vill búa við mikla nátturúperlu.
 

ATH. Fyrirhugað fasteignamat 2020, 96.500.000 kr.


Eignin er með mikla lofthæð, falleg hönnun sem gerir húsið bjart og skemmtilegt.

Upplýsingar gefur:
Benedikt Ólafsson í félagi fasteignasala sími: 661 7788 eða sendu á Netfangið: bo@husasalan.is og þú gætir jafnvel skoðað samdægurs.


Eignin skiptist í: Forstofu, stofu / borðstofu, sólskála, eldhús, hjónasvíta með fata og baðherbergi, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, stór bílskúr, geymsluloft innan bilskúr.

Nánari lýsing: 

Forstofa: Mjög rúmgóð með fataskáp flísar á gólfi. (forstofan er 3 fm. stærri en á teikningum vegna viðbyggingu fyrir inngengi í bílskúr).
Svefnherbergi: Frá forstofu er innangengt í rúmgott svefnherbergi með fataskáp, parket á gólfi.
Forstofugangur: Frá forstofu er gengið inn í stórt og bjart rými með áföstum skáp.
Hjónasvíta: Rúmgóð og falleg hjónasvíta með fataherbergi og baðherbergi allt nýlega uppgert, sturta með nuddi, innrétting og salerni. 
Þrjú svefnherbergi: Svefnherbergin er öll mjög rúmgóð tvö þeirra eru með fataskápum. Búið er að taka niður loftið í einu herberginu þar sem er vinsæl leikaðstaða. Þriðja herbergið er notað sem sjónvarpsherbergi í dag, parket á gólfum.
Baðherbergi: Snyrtilegt með góðri innréttingu, sturtu og baðkari, flísar á veggjum og gólfi.  
Alrými: Eignin er mjög opin og björt með mikla lofthæð sem gefur frá sér fallega birtu. 
Eldhúsið: Mjög fallegt og bjart með góða vinnuaðstöðu. Innréttinginn er glæsileg frá Kvikk með nýlegum tækjum. Kvartz steinplata á borðum.
Borðstofa: Er einstaklega stór og falleg sem er í opnu rými með eldhúsi.
Stofa / sólskáli: Falleg stofa / sólskáli með stórbrotið útsýni yfir hafið og fjallagarðanna, flísar á gólfi með gólfhita. Frá stofu eru tveir útgangar í garðinn með lýsingu. Annar útgangurinn er út á afgirta verönd með heitum potti. Hinn útgangurinn er beint út í garð með verönd og þaðan niður á sandströnd með stórbrotnu útsýni og einstöku fuglalífi.
Bílskúr:  Tvöfaldur 69,4 fm með stórum rafdrifnum hurðum, mikil lofthæð og milliloft. Hægt er að breyta hluta af bílskúrnum í litla studióíbúð, lagnir eru til staðar.

Gólfefni: Öll íverurými eru með fallegu harðparketi frá Parket og gólf, en flísar og náttúruflísar á öllum votrýmum.

Um er að ræða glæsilega eign á 1.141,6 fm. eignalandi, eftirsóttur staður með einstöku útsýni og náttúruperlu.
Eign sem vert er að skoða.

Nýlegt þak og yfirfarnir þakkantar. Húsið nýlega málað. Ljósleiðari komin inn í hús. Uppfærðar rafmagnstöflur í bílskúr og í þvottahúsi að sögn eiganda.

Sesselja Thorberg Innanhúshönnuður ( Fröken Fix ) aðstoðaði með innanhúsbreytingar.

Upplýsingar gefur: Benedikt Ólafsson s: 661 7788 Netfang: bo@husasalan.is 

"Þarft þú að selja? Ég bíð þér upp á frítt mat. Sé um ljósmyndun og drónamyndatökur á eigninni þinni" 

Kort
Sölumaður

Benedikt ÓlafssonSölustjóri
Netfang: bo@husasalan.is
Sími: 6617788
Senda fyrirspurn vegna

Lambhagi 10


CAPTCHA code