Hraunteigur 23, 105 Reykjavík (Austurbær)
51.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
2 herb.
59 m2
51.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1950
Brunabótamat
26.150.000
Fasteignamat
44.050.000

Húsasalan og Hrafnhildur Björk Baldursdóttir löggiltur fasteignasali, sími 862-1110, [email protected], kynna:

EIGNIN ER SELD! Erum með fjölda kaupenda á sambærilegum eignum á skrá! 


Glæsilega, mikið endurnýjaða 2ja herbergja íbúð á 2. hæð á eftirsóttum stað í Laugardalnum. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum, s.s. opnað á milli stofu og eldhúss. Nýleg eldhúsinnrétting, hurðir, fataskápar og gólfefni. 

Íbúð staðsett í afar vinsælu og fjölskylduvænu hverfi við Laugardalslaug.

Komið er inn í flísalagða forstofu, sem er með sérsmíðuðum fataskáp. Stofa og eldhús eru í opnu björtu rými. Eldhúsið er með I-laga, sérsmíðaðri innréttingu, gufugleypi og spanhelluborði (uppþvottavél og ísskápur fylgja). Hjónaherbergið er parketlagt og með góðum fataskáp. Baðherbergið er með nýlegri innréttingu og skápum, þar er baðkar og opnanlegur gluggi.

Sameiginlegar svalir á hæðinni, gengið út á þær af sameiginlegum stigagangi.

Sameiginlegt þvottahús í kjallara, hver íbúð með sín eigin þvottatæki.

Geymslu er deilt með einni annarri íbúð hússins, ekki undir skráðum fermetrafjölda íbúðar.

Sameiginlegur inngangur með tveimur öðrum íbúðum.

Húsgjöld eru 28.830 kr. á mánuði.

Þekkt viðhaldsaga íbúðar:
2017 ný eldhúsinnrétting.
Stofa og eldhús:
2020 málað og nýtt harðparket lagt um haustið.
2021:
- skipt um borðplötu á eldhúsinnréttingu og lagðar nýjar veggfísar.
- skipt um innra byrði í glugga í suður (stærsti glugginn í stofu).
- sérsmíðaðar vegghillur úr gegnheilli eik í eldhús.
- skipt um eldhúsvask og blöndunartæki.
- skipt um alla rafmagnstengla og rofa auk þess sem bætt var við tenglum í eldhúsi.
Svefnherbergi:
2020:
- málað og nýtt harðparket lagt.
- skipt um alla rafmagnstengla og rofa.
Forstofa:
2021
- gólfflísar lagðar.
2022
- eldvarnarhurð sett upp.
Baðherbergi:
2021: 
- loft og veggir málaðir, gólf flotað. -nýir skápar, innrétting, vaskur og blöndunartæki.
2022:
- rafmagnstengli bætt við hjá speglaskáp.

Þekkt viðhaldssaga heildarhúss:
2012 - garður og lóð endurnýjuð ásamt girðingu.
2014 - stofugluggi(gler) endurnýjað.
2016 - sameiginleg geymsla tekin í gegn og máluð ásamt gluggum.
2016-2017 - drenlögn lögð meðfram húsi.
2020-2021 - þak endurnýjað. Þakkantur og steyptar þakrennur teknar burt og nýr kantur smíðaður.

Nánari upplýsingar um eignina veitir Hrafnhildur Björk Baldursdóttir löggiltur fasteignasali í síma 862-1110 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Húsasalan bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun sé talin þörf á slíku. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýisingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrtu um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, s.s. lagnir, dren, skólp og þak.
 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.