Húsasalan kynnir: Fallega fjögurra herbergja íbúð á tveimur hæðum með sér inngangi, ásamt góðum bílskúr. Glæsilegt útsýni.Birt stærð eignarinnar er samtals 133,5 fm - birt stærð íbúðar 106,5 fm (þ.a. geymsla 5,4 fm) og birt stærð bílskúrs er 27,0 fm.
Íbúðin er staðsett í fjölskylduvænu hverfi í göngufæri við leikskóla og grunnskóla auk þess er stutt á gólfvelli og stór útivistarsvæði. Neðri hæðin skiptist forstofu, gesta snyrtingu, stofur, stigahol og opið eldhús.
Efri hæðin skiptist í þrjú herbergi og baðherbergi.
Nánari lýsing:
Á neðri hæðinni er komið inn um sérinngang inn í
forstofu með gólfflísum og nýlegum fataskáp.
Gesta snyrting með gólfflísum og skápum. Parketlögð
dagstofa. Parketlagt
stigahol. Parketlögð
borðstofa og
opið eldhús með span Simenz helluborði (án háfs/viftu) og AEG ofni.
Á efri hæðinni er komið inn á parketlagðan
gang með þakglugga. Parketlagt
herbergi með fatskáp. Flísalagt baðherbergi með baðkari, glugga baðinnréttingu og tengingu fyrir þvottavél. Parketlagt herbergi með fataskáp og svaladyrum út á suðursvalir með nýlegu tréverki á svalargólfi
. Parketlagt herbergi. Á jarðhæð er geymsla íbúðarinnar með mikilli lofthæð.
Sameignleg 31,8 fm hjólageymsla er í sérbyggðu húsi framan við innganga.
Bílskúr íbúðarinnar stendur í bílskúrsröð (merktur 09-0101)
. Bílskúrin er rúmgóður með heitu og köldu vatni, hitaofni, rafmagni og rafdrifnum hurðaropnara.
Falleg og björt íbúð með glæsilegu útsýni Nánari upplýsingar veitir: Geir Sigurðsson löggiltur fasteignasali í síma 655-9000, [email protected].